Kraftmikil og dugleg kona sem hefur blöndu af leiðtoga- og teymishæfileikum. Er stundvís og vinnusöm og með fallega og hlýja framkomu. Á auðvelt með að aðlagast nýjum aðstæðum, sjálfstæð með frábæra þjónustulund. Leitar eftir starfi á góðum vinnustað sem er uppbyggjandi og þroskandi.
Hefur lokið námskeiði fyrir afleysingafólk í lögreglu á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar.
Námskeiðið samanstendur af þjálfun og fræðslu um fíkniefni, útliti og áhrif þeirra, frammistöðusálfræði, handtöku- og valdbeitingarkerfi lögreglu, innri starfsemi lögreglunnar og uppbyggingu, neyðarökutæki og starfsemi björgunaraðila, lögrelgukerfið LÖKE, málefni útlendinga, réttarfar, lög og reglur, slysahjálp og bráðaviðbrögð, umferðafræði, upplýsingaöflun, samskipti, framkomu og siðfræði, útkallsæfingar, vettvangsvinnu og öryggisvitund, ökutæki lögrelgunnar, búnað og einkennisfatnað hennar, ökutækjastöðvun ofl.
Sá um félagsstarf innan tveggja heimila öldrunarheimilisins. Lagði einnig áherslu á heimsóknir til allra íbúa til að sporna við einmanaleika. Vann með heimsóknavini nánast alla daga í 5 ár sem var íslenskur fjárhundur. Sá um samverustundir fyrir íbúa og ættingja þar sem tónlistarfólk var fengið til að flytja lifandi tónlist einu sinni í viku.