Ég hóf háskólanám í stærðfræði við Háskóla Íslands, en ákvað síðan að færa mig yfir í iðnaðarverkfræði til að sameina áhuga minn á stærðfræði, tölvunarfræði, tækni og lausnamiðaðri hugsun. Þegar prófessor í stærðfræði hringdi í mig og bað mig að vera áfram í náminu, tók ég það sem mikla viðurkenningu. Ég valdi samt að færa mig yfir í iðnaðarverkfræði vegna þess að ég taldi það henta mér betur á þeim tíma. Ég útskrifaðist með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði árið 2021.
Eftir útskrift hef ég starfað í framleiðsluumhverfi þar sem nákvæmni, skráning gagna og samvinna skipta miklu máli. Nú leita ég að tækifæri þar sem ég get byggt á þeirri reynslu og nýtt verkfræðimenntun mína betur. Ég er metnaðarfull, nákvæm og lausnamiðuð með sterka greiningarfærni. Ég nýt þess að vinna bæði sjálfstætt og í teymi og er spennt fyrir því að takast á við ný verkefni sem stuðla að faglegum vexti.