

Ég er skemmtilegur og skapandi einstaklingur sem þrífst í starfi sem krefst hugmyndavinnu og sköpunar. Ég elska að byggja eitthvað upp frá grunni og vera hluti af verkefni sem þróast úr engu yfir í fullbúið. Mér finnst sérstaklega spennandi að sjá hugmyndir lifna við, vinna með fólki sem sameinar krafta sína og finna lausnir á krefjandi verkefnum. Ég nýt bæði sjálfstæðis og teymisvinnu, tek frumkvæði þegar þess þarf og legg mig allan fram við að koma með ferskar og nýjar hugmyndir sem skila raunverulegum árangri.
Þetta var mjög umfangsmikil framleiðsla og þótt ég hafi verið PA lærði ég ótrúlega mikið af verkefninu. Mér var treyst fyrir fjölbreyttum og ábyrgðarfullum verkefnum og sinnti þeim af fagmennsku. Í lok framleiðslunnar, þegar gert var uppgjör, kom fram að töluvert fjármagn hafði runnið í gegnum mig og áfram út í framleiðsluna, sem kom framleiðendum verulega á óvart og sýndi vel traustið sem ég fékk og þá ábyrgð sem ég bar.
Sumarið 2025 var ég ráðinn í sumarstarf sem eftirlitsmaður hjá Fiskistofu. Þar sá ég meðal annars um að fylgjast með vigtum, fljúga drónum og vinna efni í eftirvinnslu þegar þess var þörf. Ég stóð mig vel í starfi og var þeim svo til ánægju að mér var boðið að halda áfram til áramóta.
Vann lengi á Dönsku kránni þar sem ég fékk mikla reynslu í samskiptum og þjónustu. Ég kynntist fjölbreyttum hópi fólks og lærði að vinna undir álagi, halda ró minni og leysa úr málum hratt og faglega. Starfið hjálpaði mér að byggja upp öfluga samskiptafærni, þjónustulund og hæfni til að vinna með ólíkum einstaklingum.
Ég vann sem háseti í lausaróðri á Jóni Ásbjörns. Vinnan var hörð og krefjandi, en ég stóðst hana og þetta reyndist mjög skemmtileg og lærdómsrík upplifun.
Ég hoppaði reglulega inn í landanir í Þorlákshöfn í mörg ár og fannst sú upplifun alltaf mjög góð og skemmtileg.
Ég spila og æfi körfubolta með þór B í 3 deildinni og spila mikið golf á sumrin.