Ég er mjög vinnusamur og tileinka mér þau störf sem ég tek að mér af miklum áhuga og opnum hug. Vegna fyrri starfa hef ég þróað með færni sem leiðtogi og mikla samskiptahæfileika.
Hef lengi kennt ART (Agression Replacement Training) eða Reiðisstjórnun og Félagsfærni. Einnig hef ég tileinkað mér í mörg ár Áhugahvetjandi Samtöl (Motivational Interview).
Alveg frá yngri árum þar sem ég vann á mjólkurbúi, iðnaðarmaður í stál-og álsmíði, gert upp mörg hús fyrir mig sjálfan og sölumaður á lagerlausnum hjá Rými er ég með sterka yfirsýn á vinnustað og alltaf í leit að bæta verkferla og flæði á vinnustað.
Jákvætt og skapandi umhverfi er mér mikilvægt jafnt sem öryggi á vinnustað. Var Öryggistrúnaðarmaður á síðasta vinnustað og sá til þess að starfsmenn fengu viðeigandi þjálfun og fræðslu um aðbúnað, hollustuhætti, öryggi og að áhættumati yrði fylgt eftir.
Guð Blessi Ísland 2008 og fyrirtækið fór undir og öllum var sagt upp þar til nýjir eigendur tóku við.