Ég er framsækinn og lausnamiðaður lögfræðingur með víðtæka reynslu af samningagerð, stefnumótun og alþjóðlegu samstarfi. Ég hef leitt flókin viðskiptasambönd, mótað stefnu og innleitt umbætur á lykilsviðum fyrirtækjareksturs – með áherslu á fagmennsku, traust og árangur. Sérsvið mín spanna samninga, stjórnarhætti, umhverfismál, hagsmunagæslu, mannréttindi og hugverkarétt. Ég hef setið í stjórnum og nefndum, komið að fjárfestingum og tryggingalausnum fyrir nýja tækni, og stýrt þverfaglegum teymum í alþjóðlegu umhverfi. Ég nýt þess að tengja saman fólk, verkefni og lausnir, og byggja upp framtíðarsýn í samstarfi við aðra