Davíð heiti ég og er 25 ára búsettur á Húsavík. Mín helstu áhugamál eru ferðalög og hjólreiðar ásamt því er ég virkur þátttakandi í íþróttastarfi völsungs, bæði í píludeild og í knattspyrnuráði meistaraflokks karla. Mínir helstu kostir eru jákvæðni og mannleg samskipti, en ég á mjög auðvelt með að vinna bæði í teymi eða sjálfstætt.
Í vinnu er ég nákvæmur og finnst gaman að takast á við áskoranir þar sem ég get lært nýja hluti og vaxið í starfi. Hlakka til að heyra frá ykkur!